Fjall kvöldsins – Grímannsfell

Þriðjudaginn 30. mars verður farin kvöldganga á Grímannsfell við Mosfellsdal.
Vestari tindurinn heitir Flatfell og er 436m en hæsta bungann, Stórhóll er 482m.
Búast má við um 3 klst. göngu fram og tilbaka.

Fararstjóri verður Mosfellingurinn Ævar Aðalsteinsson sem er þaulkunnugur á svæðinu.
Mæting er kl. 17:45 á M6 en brottför er kl. 18.

—————-
Höfundur: Melkorka Jónsdóttir