Breytingar á Páskaferð.

Sökum ytri aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta páskaferð norður að Skjálfanda um eitt ár eða svo.

Ákveðið hefur hinsvegar að fara í 2 dagsferðir í staðin.

Föstudaginn 2. apríl. Ætlum við að leggja á Snæfellsjökul. Sama hvort þú ert fótgangandi með rassaþotu eða á nýjustu, flottustu og léttustu fjallaskíðunum. Þá er þetta létt dagsferð í vonandi góðu veðri fyrir alla. Ferðin verður síðan kórónuð með stuttu stoppi í hinni afar heilsusamlegu sundlaug að lýsuhól.

Brottför frá M6 áætluð kl 8:15.

Laugardaginn 3. apríl. Tindfjöll, mekka íslensks alpínisma. Reynum að finna skíðaleiðir á meðan við njótum útsýnisins yfir eldstöðvarnar á fimvörðuhálsi. Mun þetta vera tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa meira gaman af því að flexa myndavélarnar en að æfa skíðabeygjunar til að taka hetjumyndir af okkur hinum með alvöru eldfjall í bakgrunnin.

Brottför frá M6 áætluð kl 8:15.

Það verður því nóg að gera um páskana þessa, þó svo fallið hafi verið frá áætlunum um lengri páskaferð. Báðar ferðir eru opnar öllum nýliðum sem fullgildum og hægt er að mæta annan daginn en ekki hinn.

Skráning fer fram hjá Frímanni í síma 698-6486 eða á tölvupóstfangið frimanni@simnet.is

kv.

Frímann og Halldór Ingi

—————-
Höfundur: Frímann Ingvarsson