Magnaður Skírdagur

Fjórir félagar fóru á Skírdag í gæslu á vegum Landsbjargar við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi á Skírdag. Gæsluverkefnið hófst klukkan 06:00 með lokun við slóðann upp að vélsleðaleiguni við Sólheimajökul. Því verkefni lauk um hádegisbil og var þá brunað upp Skógaheiðina til að taka á móti áhugasömum gosunnendum og beina þeim réttar leiðir. Stuttu eftir að mætt var að svæðið fór fólk að streyma að og náði fólksfjöldin hámarki í kringum ljósaskiptin, og töldu lögreglumenn á svæðinu að þá hefðu verið í kringum 250 til 300 bílar á svæðinu eða um 1200 manns. Fjöldi beiðna um aðstoð barst til björgunarmanna á svæðínu og má þar nefna, sleði í sprungu, maður með slitinn vöðva í fæti, örmagna göngumann og lokanir á vegum lögreglu og almannavarna. Vaktinni átti að ljúka klukkan 17:00 en hún teygðist langt fram eftir kvöldi og lauk henni með akstri á einstaklingi sem hafði talið rétt að hefja fjallgönguferilin á því að klífa Fimmvörðuháls. Það voru því þreyttir og sælir félagar sem renndu í hlað á M6 um klukkan 01:30 um nóttina. Nú þegar þessar línur eru ritaðar eru 11 félagar á tveim bílum við gæslustörf inn í Þórsmörk og meiga þeir reikna með æfintýralegri upplifun á þeim slóðum þegar líða tekur á daginn.

Nú eru nokkrir dagar eftir af Páskahátíðini og er vitað að Landsbjörg er að leita af björgunarfólki til að standa vaktir í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsi. Þeir félagar sem eru orðnir fullgildir félagar og eru tilbúnir að standa vaktir á svæðinu geta haft samband við Helga Reynisson sem hefur séð um að halda utan um þetta verkefni.
Verkefnið býður upp á gríðarlega góða æfingu, í mannfjöldastjórnun og samskiptum við svæðisstjórn auk þess sem nokkrar hjálparbeiðnir frá almenningi berast reglulega allan daginn sem björgunarmenn þurfa að sinna.

—————-
Texti m. mynd: Á Fimmvörðuhálsi, mynd Julien Oberlé
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson