Föstudagurinn langi var langur fyrir björgunarsveitarfólk sem var við gæslu og félaga sem voru einfaldlega í útsýnisgöngu á Morinsheiði. Nokkrir félagar HSSR ásamt fjölda annara björgunarsveitarmanna tóku þátt í aðstoð vegna fjögurra óhappa sem urðu á leiðinni upp á Morinsheiði. Aðstæður eru mjög varasamar þar sem lúmsk hálka er á leiðinni og umferðin mjög mikil, enda áhugu mikill á því að sjá fallega hrauntaumana af Morinsheiðinni.
Tvær manneskjur meiddust á öxl við Kattahryggi, maður meiddist á ökla fyrir neðan Kattahryggi (Strákagil) og þurfti línuvinnu til að koma honum á hentugan stað fyrir þyrlu. Að lokum meiddist kona á hné og þurfti að bera hana niður fönnina utan í Heiðarhorni og var löng byð eftir þyrlu. Kúlutjald HSSR kom að góðum notum. Frekari lýsingar er að finna t.d. á mbl.is og hér.
—————-
Texti m. mynd: Sigrún HSSR og Simbi HSG hlúa að sjúkling.
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson