Ágætu félagar, hér kemur áríðandi tilkynning….
Þar sem fyrirlesturinn Veðurfræði til fjalla féll um sjálfan sig þann 6. apríl síðastliðin vegna útkalls og annríkis hefur orðið örlítil breyting á dagskrá.
Veðurguð sveitarinnar, Hálfdán Ágústsson, mun kenna okkur að lesa saman veðurspár og landslag þriðjudaginn 27. apríl. Fyrirlesturinn er eitt af skyldunámskeiðum nýliða en er opinn öllum félögum og holl upprifjun.
Þar með fellur niður liðurinn Fjall kvöldsins sem átti að vera þennan þriðjudag í umsjón undirritaðs. En óttist eigi, hægt verður að fara í fjallgöngur með mér síðar.
Kv. Lambi
—————-
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson