Vinnustofa í sprungubjörgun

Laugardaginn 16. okt n.k. mun Björgunarskólinn standa fyrir vinnustofu (workshop) um sprungubjörgun. Megin inntak vinnustofunnar verður sprungubjörgun, og munum við notast við Langjökul í því samhengi. Safnast verður saman við Jaka ofan við Húsafell klukkan 09:00 að morgni. Séð verður fyrir ferðum upp á jökul. Þemað verður "öryggi, aðkoma, verklag og búnaður" Þátttakendum verður fyrirfram raðað í hópa sem munu vinna allan daginn í prófunum á þessum mismunandi hlutum.

Hópur 1. Aðkoma á slysstað og öryggi okkar Hópur 2. Aðferðir í sprungubjörgun Hópur 3. Verkfæri og búnaður í sprungubjörgun Markmiðið með þessari vinnustofu er að ná saman þeim aðilum sem vinna að þessum verkefnum innan björgunarsveitanna og skoða m.a. hvaða búnað við getum notað við verkefni að þessu tagi. Einnig að samræma hópana í svona aðgerðumMarkhópurinn fyrir þessa ráðstefnu eru undanfarar, fjallabjörgunarhópar,tækjafólk með reynslu af jöklaferðum og að sjálfsögðu meðlimir þeirra sveita sem sendar eru upp á jökul í verkefni tengd sprungubjörgun. Þessi vinnustofa er ekki hugsuð fyrir björgunarsveitarfólk með litla eða enga reynslu af jöklum eða sprungubjörgun, æfingum eða útköllum.

Frekari upplýsingar og skráning á vef www.landsbjorg.is Skráningu líkur 4. Okt 2010.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson