Hóppöntun á gönguskíðum.

Ágætu félagar.

Nú ætlum við að rífa upp „gönguskíðakúltúrinn“ í sveitinni.

Sl. vetur stóð til að halda námskeið í skíðagöngu sem því miður varð ekki af, af augljósum ástæðum. Við ætlum ekkert að gefast upp og því stendur til að kanna áhuga félaga á að taka þátt í hóppöntun á góðum ferðagönguskíðum fyrir félaga sveitarinnar. Fyrir nokkrum árum fór einn flokkurinn í slík kaup og kom verði búnaðarins töluvert niður fyrir það sem annars hefði þurft að greiða, hefði hver og einn keypt sínar græjur. Svo ef stemning verður fyrir því eftir áramót, setjum við upp gott skíðagöngunámskeið fyrir félaga, sem helst endar með góðri skíðagönguferð þegar líður að vori.

Nú er kominn á korkinn skráningarlisti fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í kaupunum.

kv. Árni Tr.

—————-
Texti m. mynd: Bestu farartækin í vetrarferðum.
Höfundur: Árni Tryggvason