Tækjahópur rifjar upp námsefni Fyrstu hjálpar 1

Nokkrir félagar í Tækjahópi komu saman á M6 dagana 28.-29. janúar og rifjuðu upp helstu atriði í fyrstu hjálp undir öruggri handleiðslu Eiríks Oddssonar. Farið var yfir allt námsefni í Fyrstu hjálp 1 og því gerð afar góð skil með hjálp margvíslegra kennslugagna. Eftir þessa góðu helgi er telur hópurinn sig enn betur í stakk búinn til þess að takast á við krefjandi verkefni.

Hópurinn kanna Madda sérlega góðar þakkir fyrir frábæra kjötsúpu sem hleypti fólki kapp í kinn þegar komið var fram í seinni hálfleik þessarar góðu stundar.

—————-
Texti m. mynd: Helstu atriði tengd súrefnisgjöf rifjuð upp
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson