Sjöunda kvöldfjall vetrarins er Kistufell í Esjunni.
Þetta verður fjallaferð með stóru effi og krefst fulls fjallabúnaðar.
Broddar, öxi, og belti, hjálmur og heilög þrenning (fyrir þá sem ekki þekkja þá skilgreiningu er heilög þrenning snjóflóðaýlir, skófla og stöng).
Brottför verður frá M6 kl. 18.00 stundvíslega og ólíklegt að beðið verði eftir þeim sem verða ekki tilbúnir á réttum tíma.
Það þarf að skrá sig í þessa ferð og er það gert í næstu dagskrárliðir.
Betra er að vera í góðu formi og ekki mjög lofthrædd/ur.
Sjá myndir úr HSSR ferð fyrir nokkrum árum:
https://www.hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=238
—————-
Texti m. mynd: Leiðin sem farin verður.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson