Tölvur í tækjum

Búið er að enduruppsetja tölvur í Reyk 2 og Reyk 3. Í tölvunum er Windows 7 Stýrikerfi, Office 2010 pakki. Ozi Explorer Kortaforrit, Garmin Mapsource Kortaforrit og Garmin nRoute kortaforrit.

GPS tæki í bílnum er tengt við tölvuna og eingöngu er hægt að nota GPS tækið við eitt kortaforrit í einu. Það þarf að hafa í huga ef fleiri en eitt kortaforrit er í gangi. Ætlast er til þess að menn noti tölvur bílanna eingöngu með þeim hugbúnaði sem er í tölvunum. Það er algjörlega bannað að setja inn hugbúnað eða annað efni (tónlist/bíómyndir/myndir) í tölvurnar án samráðs við stjórnendur tækjahóps.

Tölvurnar eru ekki læstar með lykilorðum, ef eitthvað þarf að gera, t.d enduruppsetja forrit og ekki næst í þann sem hefur lykilorðið. Tölvurnar eru mikilvægur partur af útkallsbúnaði bílsins og mikilvægt að umgangur um þær sé í samræmi við það.

Stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson