Tækjahópur og Sleðahópur fóru á Bola og 4 sleðum frá Skálpanesi upp á Langjökul og þaðan í Fjallkirkju á laugardaginn. Farið var með nýja rúðu sem hafði brotnað í skálanum og brotnu rúðunni skipt út. Hríð og ekkert skyggni var á leiðinni uppeftir en það birti til þegar viðgerðinni lauk. Mikill púðursnjór var á jölkinum og þungt færi en snjóbíll og sleðar virkuðu vel í þessum aðstæðum þrátt fyrir smá slagæðarblæðingu úr sprunginni glussaslöngu á bola. Því var reddað á staðnum til bráðabirða og var verkefnið klárað.
—————-
Texti m. mynd: Reykur Boli við Fjallkirkju
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson