Gönguskíðakennsla í dag. (mánudag 7.feb)

Sæl öll.

Þegar ég kom skíðakaupunum af stað í haust þá lofaði ég því að bjóða félögum og nýbökuðum skíðaeigendum upp á kennslu í sportinu um leið og snjór kæmi.

Nú er snjórinn mættur og því þarf ég að standa við mitt.

Þar sem snjórinn nær langt niður í byggð, þá skulum við stefna á að hafa fyrstu kennslustund á Golfvelli GKS, sem er golfvöllurinn á móts við Vífilsstaði. Fínar sléttur þar og oft troðnar brautir.

Mæting kl. 17:30. Hafið með ykkur höfuðljósin.

Kv. Árni Tr.

—————-
Texti m. mynd: Loksins á skíðum
Höfundur: Árni Tryggvason