Gufuskálar 2011

Nú er undirbúningur vegna Gufuskála á lokastigi og alls hafa 40 skráð sig til leiks. Um matseld sjá gamlir karlar úr búðahóp og stjórn. Þessi mynd var tekin í Stórkaup í dag þegar verið var að versla þurrvöru en ferskvara verður keypt á morgun. Glöggir félagar geta hugsanlega séð út matseðilinn út frá innihaldi körfunar. Sjáumst

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Gufuskálar 2011

Árleg samæfing HSSR verður haldin að Gufuskálum á Snæfellsnesi 18-20. febrúar.
Allir eru hvattir til að mæta, fullgildir félagar, eldri félagar sem vilja endurnýja kynnin og nýliðar.
Lagt verður af stað frá M6 kl. 18.00 föstudaginn 18. feb.

Á æfingunni verður úrval stórra og smærri verkefna en ekki verða þó sérstök verkefni fyrir tækjahópa.

Morgunmatur báða daga, hádegis og kvöldmatur á laugardag verður sameiginlegur og er matargjald á mann 2500 kr.
Ekki er annað þáttökugjald.

Lokadagur skráningar er 15. febrúar,
Smelltu hér til þess að skrá þig.

Léttsveitin.

—————-
Texti m. mynd: Reykur á Gufuskálum 2010
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson