Útkallshópar og N II

Útkallshópar eru beðnir um að auglýsa fundartíma og skrá fundi inn á dagskrá í upphafi starfsársins. Nýliðar II starfa með útkallshópum HSSR og því mikilvægt að þeir geti kynnt sér starfsemi hópanna. Búið er að fara yfir þetta fyrirkomulag í samtölum við þá sem færðust úr NI í NII. Það var gert í vor. Búast má við því að sumir velji að taka þátt í starfi í fleiri en einum útkallshóp og það er hið besta mál. Markmiðið með þessu er jú að kynna sér hópa og velja sér hóp.

Einhverjar mannabreytingar verða á hópstjórum í útkallshópum en það er markmið stjórnar að þær liggi allar fyrir í síðasta lagi 15. september. Einnig eru hópstjórar minntir á að fara í gegnum búnað hópanna og æskilegt er að sem flestir séu í húsi til að svara fyrir starfsemi HSSR á kynningu þriðjudaginn 6. september.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson