Hópstjórnendur á nýju starfsári

Á stjórnarfundi í gær voru samþykktar breytingar á hópum HSSR og talsverðar breytingar hafa átt sér stað meðal hópstjórnenda frá síðustu útgáfu bæklings um útkallshópa.

Beltahópur endurvakinn undir nafninu Snjóbílshópur

Tækjahópur verður Bílahópur

Sleðahópur verður Vélsleðahópur

Einn hópur haldi utan um félaga á öðru og þriðja útkalli. Vinnuheitið á þeim hóp er "Almennt útkall 2 og 3". Finnum vonandi flottara nafn innan skams, hugmyndir vel þegnar.

Hópstjórnendur í vetur verða því eftirtaldir einstaklingar:

Almennt útkalll 2&3: Andrés Guðmundsson og Arngrímur Blöndahl

Bílahópur: Kjartan Óli Valsson og Guðmundur Jón Björgvinsson

Búðahópur: Jörgen H. Valdimarsson, Björn Eysteinsson og Þór Daníelsson

Bækistöðvarhópur: Jónína Birgisdóttir og Gunnlaugur Briem

Fjallahópur: Ragnar Antoniussen og Oddur Valur Þórarinsson

Léttsveitarhópur: Kári Steinar Karlsson. Hér vantar annan hópstjórnenda.

Sérhæfður leitarhópur: Þorvaldur Örn Finnsson og Vilhelm S. Sigurðsson

Sjúkrahópur: Katrín Möller og Helgi Þór Leifsson

Snjóbílahópur: Hlynur Skagfjörð Pálsson og Halldór Ingi Ingimarsson

Undanfarar: Daníel Másson og Daníel Guðmundsson

Vélsleðahópur: Kjartan Þór Þorbjörnsson og Eiríkur Lárusson

Stjórnin þakkar þessum aðilum fyrir að taka að sér að leiða útkallshópa sveitarinnar og von um frábæran vetur í starfi sveitarinnar.

N2 félagar eru kvattir sem endra nær að starfa með þeim hópum sem bjóða upp á slíkt. Nánari upplýsingar um hópstjórana er að finna á félagaskrá HSSR á heimasíðunni og í símaskrá HSSR:

—————-
Texti m. mynd: Mixaður hópur leitar norsks Belga
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson