Lykilfundur sunnudag, breyttur tími 8.30

Fundurinn byrjar klukkan 8.30 með fyrirlestri Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Það er því gott að vera komin 10 mín fyrr og tryggja sér gott sæti og vera búin að fylla á kaffibollann. Skráning er ágæt, og flestir hópar og flokkar búnir að skrá sitt fólk. Mikilvægt er að þeir hópar sem ekki hafa tilnefnt félaga til að sitja fundinn geri það sem fyrst.

Dagskráin byggist upp á upplýsingagjöf, fyrirlestrum og hópavinnu. Sigurður mun fjalla um liðsheild og hópastarf en auk þess mun Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar koma og ræða aðgerðamál. Hópavinnan beinast að innra starfi HSSR, með áherslu á útkallsmál. Upplýsingagjöf mun snúa að greiningu á útköllum, mætingu og stefnu stjórnar vegna útkallshópa.

Við gerum ráð fyrir að búin klukkan 15.00 Það verður létt máltíð í hádeginu auk þess sem hægt verður að narta í epli og kleinur þess á milli. Hlökkum til að sjá ykkur – stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson