Æfingin verður haldin á Vestfjörðum í umsjón sveita á svæði 7. Gert er ráð fyrir því að verkefni byrji um kl 8 á laugardegium. Áætlað er að æfingunni ljúki svo með sundi og grilli um kl 18Þegar hópar koma á svæðið verður þeim afhent verkefnamappa. Þar verður lýsing á öllum verkefnum með staðsetningu ofl. Boðið verður upp á gistingu en hópar þurfa að koma með dínur. Allir hópar munu fá almenn verkefni en svo verður sérhæfðum verkefnum úthlutað til þeirra sem þess óska.Þar sem flest allir þátttakendur þurfa um langann veg að fara er eindregið mælt með því hópar gisti og séu alls ekki að keyra langar leiðir lítið sem ekkert Stjórn HSSR hvetur félagsmenn til þátttöku og verið er að safna í hóp til að skreppa vestur undir forystu Óla Jóns og Brynjars Jóhannessonar.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson