Lykilfundur

S.l. sunnudag hélt stjórn vinnufund með stjórnendum hópa og fleira lykilfólki í sveitinni.

Dagskráin hófst með fyrirlestri Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar íþróttasálfræðings og þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Inntakið hjá honum var hvað þarf til að skara fram úr, vera meistari á sínu sviði.

Síðan var fjallað um dagskrá komandi vetrar, áherslur útkallshópa og greiningu á útköllum undanfarið, þ.á.m. mætingu í útköll.

Gerð var könnun á viðhorfi fundarins til ýmissa þátta í starfinu, með áherslu á útköll. Niðurstaðan úr þeirri könnun er aðgengileg á innra svæði vefsins undir gögn, 2011, skýrslur. Niðurstöðurnar voru ræddar í vinnuhópum og kynntu hóparnir sýn sína í lokin.

Dagurinn endaði á fyrirlestri Harðar Más Harðarsonar formanns Slysavarnafélagsins Landbjargar um aðgerðarmál.

Stjórn þakkar öllum sem mættu og tóku þátt í þessum fína vinnudegi. Ágætis veganesti til úrvinnslu á komandi vetri liggur nú fyrir.

—————-
Texti m. mynd: Sveitarforinginn messar
Höfundur: Örn Guðmundsson

Lykilfundur

Lykilfundur verður haldinn þriðjudagskvöldið 10. febrúar og hefst klukkan 19.30. Fundurinn verður í þremur hlutum:

Fjármál – Ábyrgð hópa og útköll – Þjálfun og dagskrá

Gert er ráð fyrir að hvert málefni fái um 45 mínútur í umfjöllun. Í lok fundarins verður fjallað um æfingu á Gufuskálum 22.febrúar.

Ef einhverjir sem ekki hafa verið boðaðir á fundinn telja sig eiga erindi er þeim velkomið að senda póst á hssr@hssr.is Í framhaldinu verður það skoðað með jákvæðum huga hvort ekki er hægt að bregðast við því.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson