Sýning á myndinni Norð Vestur þann 3. október nk.

HSSR félagar ætla að skella sér í bíó mánudaginn 3. október kl. 20 og sjá heimildarbíómyndina Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið sem féll á Flateyri aðfaranótt 26. október 1995. Þetta er afar vel gerð mynd og í henni er að finna fjölda viðtala við íbúa, björgunarfólk og fórnarlömb sem sum hver voru föst lengi í flóðinu. Nánari upplýsingar um myndina er að finna á vef Bíó Paradísar.
Eftir sýninguna færum við okkur í miðrými Bíó Paradísarinnar og þar ætlar Lambi, og máské einhverjir aðrir sem fóru vestur, að greina aðeins frá sinni sýn á þennan atburð og svara spurningum ef einhverjar verða.
Miðaverð er kr. 1.200, en lækkar í kr. 900 ef við verðum 20 eða fleiri. Forsvarsfólk Bíó Paradísar þarf tímanlega að fá upplýsingar um mætingu og því verða síðustu forvöð að skrá sig miðvikudaginn 28. september kl. 23:59. Gestir eru afar velkomnir á þessa sýningu og því tilvalið að bjóða góðu fólki með!
Förum öll saman í bíó til þess að sjá fræðandi og áhugaverða mynd um atburð sem mótaði eitt mesta hamfaraár í seinni tíma sögu landsins.

Skráning hér.

—————-
Texti m. mynd: Norð Vestur í Bíó Paradís.
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson