Viðbragðshópur eftir vinnu

Förum á gönguskíði á morgun, fimmtudaginn 5. febrúar!

Þar sem veðurspáin er með eindæmum góð fyrir daginn ætlar Viðbragðshópur að skella sér á gönguskíði upp á Hellisheiði. Mæting kl. 16:00 upp á M6. Ákvörðun um nákvæma staðsetningu eða leiðarval verður tekin við mætingu á M6. Allir félagar sveitarinnar eru velkomnir.

Komið verður til baka fyrir kl. 20:00 þannig að engir áhugasamir þurfi að missa af kynningarfundi á M6 um Íslensku alþjóðasveitina.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir