Jólalegt á M6.

Nú er orðið jólalegt á Malarhöfða.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar gaf HSSR jólatré sem að stjórnin setti upp og skreytti í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem að skreytt jólatré er við húsið okkar.
Flugeldaskiltið logar skært á þakinu og minnir okkur á að skila flugeldavinnuskráningu hið fyrsta til að auðvelda skipulag.

Til að skrá sig á almennar söluvaktir er smellt hér: http://bit.ly/flugeldar-2011-vaktir

Til að skrá sig í aðra vinnu, smiðir, rafvirkjar, öku og lagermenn, gáma og skiltagengi smella hér: http://bit.ly/flugeldar-2011-stodvaktir

Uppsetning flugeldasölustaða hefst í bítið þann 27. des og óskað er eftir félögum í almenna uppsetningavinnu frá kl. 14 og svo auðvitað í sem mesta vinnu alla daga til áramóta.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson