Vinnulistar

Nú fara að detta inn hjá ykkur vinnulistar vegna flugeldasölu. Mikilvægt er að þeim sé skilað inn fyrir jól því það þarf að vinna úr þeim, útbúa vaktaplön, matarpantanir og svo framvegis. Það er einnig mikilvægt að skila inn listum þó þú eigir ekki möguleika á að mæta. Það minnkar vinnu við úthringingar sveitarforingja um jólin.

Gott að að hafa í huga að erfitt er að byrja að mæta þegar örtröðin er byrjuð, það er betra að taka rólegri tíma í að læra. Mikilvægt er að mæta vel þann 27. desember, það er dagurinn sem við setjum upp allar búðir. Þá má gera ráð fyrir vinnu fram eftir kvöldi.

Sjáumst og hafið það gott um jólinn

Haukur Harðarson, sveitarforingi

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson