Flugeldasala

Eins og undanfarin 43 ár mun Hjálparsveit skáta í Reykjavík selja flugelda fyrir áramótin. Upplýsingar um sölustaði og opnunartíma finnur þú með þú með því að smella á borðan fyrir neðan þessa frétt. Þar getur þú einnig tekið þátt í léttum flugeldaleik og átt möguleika á að vinna fjölskyldupakka.

Flugeldasalan gerir okkur kleift að halda úti okkar starfi. Við þökkum fyrir stuðningin á liðnum árum og minnum ykkur á að umgangast flugelda með varúð. Gleðilegt ár.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson