Snjóflóðakvöld.

Sérhæfður leitarhópur bíður öðrum HSSR félögum til tveggja kvölda snjóflóðaupprifjunar og æfingar núna í vikunni.
Á miðvikudag verður messað inni á M6 og hefst messan kl. 19.00.
Þar munum við gera okkur grein fyrir gerðum snjóflóða, hvað myndar snjóflóðahættu, hvað ber að varast og hvernig skuli velja leiðir.
Einnig rifjum við upp hvernig við notum snjóflóðaýla, stangir og hvernig best er að standa að uppgreftri fórnarlamba.

Á fimmtudag verður verkleg útiæfing og þá er mæting á M6 kl. 18.00 og brottför skömmu síðar.
Allir þátttakendur skulu vera með ýli, skóflu og stöng og útbúnir til ca 4 klst útivistar.

Skráning fyrir miðvikudag:https://hssr.d4h.org/team/events/view/33176
Skráning fyrir fimmtudag:https://hssr.d4h.org/team/exercises/view/33178

Fyrirlesari verður undirritaður en útiæfingin verður í umsjón Leitarhóps.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson