Sleðamessa 2012

Um síðustu helgi var Sleðamessa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar haldinn í Eyjafirði. 4 félagar úr HSSR fóru norður og hittu þar þann fimmta, Kalla Eiríks svæðisstjóra HSSR í Eyjafirði.

Á laugardeginum komu saman 40 sleðamenn víðsvegar af landinu og héldu á Ólafsfjörð þar sem félgar úr Súlum á Akureyri, Tindi á Ólafsfirði og Strákum á Siglufirði leiddu sleðamenn í æfingum í fjalllendinu á utanverðum Tröllaskaga.

Á sunnudag var haldið á Grenivík og ekið um Grenjárdal, Trölladal og að skálanum Gili ásamt félögum úr HSG og Kyndli í Mosfellsbæ.

Sleðahópur HSSR þakkar þeim félögum sem mættu og sérstaklega þeim sem stóðu að undirbúningi fyrir frábæra helgi

—————-
Texti m. mynd: Sveinbjörn í “Rassmussen æfingum”
Höfundur: Baldur Gunnarsson