Nýr framkvæmdastjóri ráðin hjá SL

Guðmundur Örn Jóhannsson markaðsráðgjafi hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Guðmundur Örn hefur frá árinu 2005 verið sjálfstætt starfandi markaðsráðgjafi og hefur unnið ýmis verkefni, m.a. fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, erlenda aðila, stjórnmálaflokka og félagasamtök. Áður var hann markaðs- og kynningarstjóri hjá SÁÁ, framkvæmdastjóri Ítalska verslunarfélagsins og sölustjóri hjá Stöð 2, svo fátt eitt sé nefnt. Guðmundur hefur meðal annars séð um skipulagningu og stýringu á sölu Neyðarkalli björgunarsveitanna frá upphafi
Maki Guðmundar er Íris Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og eiga þau tvö uppkomin börn. Guðmundur kemur til starfa hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um mánaðamótin apríl-maí.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson