Æfing hjá búðahópi

Búðahópur HSSR efndi til stórrar æfingar að kvöldi þriðjudagsins 29. maí sl. þar sem haldið var á grasflatir í Elliðaárdalnum og búðum slegið upp. Öllu var bókstaflega tjaldað sem til var og voru þátttakendur sammála um að æfingin hefði gengið vel.
Í heildina fóru upp 13 vinnu-, birgða- og svefntjöld með vinnu- og svefnaðstöðu fyrir 40 manna sveit. Búðirnar voru standsettar með rafmagni í öllum vinnutjöldum og voru þær því fyllilega starfhæfar og tilbúnar til notkunar.
Búðahópur er hluti af Íslensku alþjóðasveitinni og sér um rekstur búða fyrir hana í útköllum. Í hópnum eru um 25 manns og þar af starfa 10 beint með ÍA.

—————-
Texti m. mynd: Glæsilegar búðir í Elliðaárdal
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson