Tveir nýir bætast í hópinn á stjórnarfundi

Tveir nýir félagar bættust við í hóp fullgildra björgunarsveitarmanna HSSR á stjórnarfundi 22. maí síðastliðinn. Það voru feðgarnir Sindri Stefánsson og Stefán Ingi Hermannsson sem hófu þjálfun haustið 2010. Þá eru alls 18 fullgildir félagar búnir að bætast við frá áramótum.

—————-
Texti m. mynd: Haukur, Sindri og Stefán við inngönguna
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson