Árangursrík leit félaga HSSR á Fimmvörðuhálsi

HSSR kom sterk inn við leit að pari á Fimmvörðuhálsi um helgina, en svo vel vildi til að Kristjón Jónsson og Ingibjörg Eiríksdóttir, ásamt fleira björgunarsveitarfólki, voru þar stödd og hófu leit um leið og aðstoðarbeiðni barst. Kristjón var svo heppinn að finna fólkið og megum við vera ákaflega stolt af okkar manni.

Hér fer á eftir frétt af vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar:
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út aðfaranótt hvítasunnudags til leitar að pari sem var á göngu yfir Fimmvörðúháls en villtist á leið sinni niður á Þórsmörk. Fólkið hringdi sjálft til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitir kallaðar út klukkan rúmlega eitt um nóttina. Sendir voru hópar upp Hvannárgil og Kattahryggi þar sem vitað var að fólkið var komið niður fyrir keðjuna við Heljarkamb og því ekki þörf á leitarhópum upp frá Skógum. Björgunarsveitir fundu fólkið rúmum tveimur tímum eftir að leit hófst og var það þá statt á gönguleiðinni yfir á Útigönguhöfða, skammt frá Heljarkambi. Var það í þokkalegu ástandi þrátt fyrir að hafa verið á göngu í 13 tíma enda ágætlega búið. Var parinu fylgt niður á Þórsmörk

—————-
Höfundur: Ingibjörg Eiríksdóttir