Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. Jón Svanberg var lögreglumaður á Ísafirði frá 1994-2009, varðstjóri frá 1996-2009 og settur aðstoðaryfirlögregluþjó nn í lögreglunni á Vestfjörðum 2007-2008. Jón Svanberg tekur við stöðu framkvæmdastjóra SL 1. janúar 2013.
HSSR býður Jón Svanberg velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í vandasömu en skemmtilegu starfi