Nýir gámar standsettir fyrir flugeldasölu

Unnið að standsetningu

Fjöldi fólks kemur að standsetningu nýju gámanna.

Nú er verið að standsetja fjóra gáma fyrir tvo sölustaði í tækjageymslu. Gámarnir voru keyptir í sumar og nú er lokið við að mála þá og verið að setja í þá innréttingar sem henta sölu auk þess að breyta raflögnum. Í framhaldi af því verða útbúin auglýsingaskilti utan á þá.

Myndin er tekin í vikunni og þá var varla þverfótað fyrir rafvirkjum og smiðum.