Styrkur frá Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík

Fulltrúar Slysavarnadeildar kvenna afhenda HSSR styrk

Fulltrúar SVDK afhenda fulltrúm HSSR veglegan styrk.

Á jólafundi Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík sem haldin var 6. desember síðastliðinn var HSSR færður veglegur styrkur. Styrkurinn er ætlaður til kaupa á tjaldi til að nota til að þjónusta björgunarfólk í lengri aðgerðum, sjúkragæslur og æfingar. Styrkurinn er að upphæð 800.000 kr.

Reynsla af rekstri búðahóps HSSR á síðustu árum hefur sýnt fram á hversu mikilvægur þáttur aðstaða björgunarfólks er í lengri útköllum. Það er lykilatriði þegar kemur að úthaldi björgunarfólks á vettvangi og skipulagningu aðgerða. Undanfarið hefur verið skoðað innandyra hjá HSSR hvaða búnaður væri mikilvægur til að efla þennan þátt og niðurstaðan er öflugra tjald. Í mörgum tilvikum myndu tvö tjöld nýtast þ.e. annarsvegar til þess að neyta matar og safna orku, hins vegar vegna skipulagsvinnu í aðgerðum. Heildarkostnaður við kaup á öðru tjaldi er um 2 miljónir króna og er styrkurinn stór áfangi á þeirri leið. Einnig munu SVD og HSSR skipuleggja hvernig þjónustu við björgunarfólk í lengri aðgerðum. Er gert ráð fyrir því að báðar einingar komi að því verkefni í framtíðinni og hefst vinna við þetta eftir flugeldavertíð.

Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík eru færðar bestu þakkir fyrir styrkinn, það er ómetanlegt að hafa bakhjarla sem þekkja okkar starf og eru tilbúnar að leggja á sig mikla vinnu við að styrkja það. Takk fyrir okkur