HSSR eignast GoPro myndavél

HSSR fær GoPro myndavélina afhenta.

Hilmar Már Aðalsteinsson tekur við GoPro myndavélinni úr hendi Þórhalls Skúlasonar, sölustjóra Spennandi ehf.

HSSR hefur nú eignast GoPro Hero3 Black Edition vél sem mun nýtast víða í starfi sveitarinnar. Vélin á að nýtast til að skrá heimildir um HSSR, við rýni á æfingum, skráningu heimilda í útköllum og einnig til leitar með aðstoðar almennrar tölvutækni. Vélin er af nýjustu og fullkomnustu gerð og eru allmargir fylgihlutir með vélinni til að hún nýtist sem flestum við sem flestar aðstæður. Að lokinni flugeldavinnu verður vélin kynnt frekar og hvernig notkuninni verður háttað varðandi útlán og notkun myndefnis.

Á meðfylgjandi mynd er Þórhallur Skúlason sölustjóri Spennandi ehf innflutningsaðila GoPro á Íslandi að afhenda Hilmar Má Aðalsteinssyni vélina.

Nánari upplýsingar um vélin má finna á vefsíðunni www.goice.is  eða www.gopro.com.