Hópstjóranámskeið á Hellu 18.-20. janúar

Hópstjóranámskeið í febrúar 2012.

Létt samvinnuæfing frá hópstjóranámskeiði í febrúar 2012.

Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem starfa innan björgunarsveita, bæði fyrir stjórnendur útkallshópa og hópstjóra í útköllum. Einnig þau sem vilja gefa kost á sér í þessi verkefni. Námskeiðið er 24 kennslustundir og er hluti af björgunarmanni 2. Það byggist upp á verklegum æfingum, sýnikennslu og fyrirlestrum. Vegna dagskrár og uppbyggingar er nauðsynlegt að þátttakendur gisti. Nánari upplýsignar og skráning er á vef Björgunarskólans, landsbjorg.is.

Stjórn HSSR hvetur virka félaga sem eru hópstjórar eða hafa hug á því að taka það hlutverk að sér að sækja námskeiðið.