Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

Flugeldasala 2012.

Svipmynd tekin á gamlársdaga á sölustað HSSR að Malarhöfða 6.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík selur flugelda á sjö stöðum fyrir áramótin. Sölustaðirnir eru í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6, við verslunarmiðstöðvarnar í Mjódd og Spöng, í Bílabúð Benna, við Húsasmiðjuna í Grafarolti, skátaheimili Sjöldunga við Sólheima og í Norðlingaholti.

Við opnum föstudaginn 28. desember klukkan 14.00 og er opið til 22.00. Laugardaginn 29. og sunnudagin 30. er opið frá 10.00 til 22.00 en gamlársdag er opið frá 10.00 til 16.00.

Um leið og við þökkum stuðningin á liðnum árum óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Munið að þótt flugeldar séu skemmtilegir þá er mikilvægt að sýna aðgæslu við notkun þeirra.