Hluti björgunarfólks sem mætti á aðfangadag.

Útkall á aðfangadag

Hluti björgunarfólks sem mætti á aðfangadag.

Hluti þess björgunarfólks sem mætti í útkallið á aðfangadag.

Kl. 19.18 á aðfangadag barst björgunarfólki á svæði 1 tilkynning um týndan einstakling á stór-höfuðborgarsvæðinu. Rétt um 20 félagar í HSSR brugðust við kallinu og voru tilbúnir til brottfarar á Malarhöfða 6 þegar tilkynnt var að viðkomandi hefði fundist.

Þessar fréttir glöddu félaga mikið sem drifu sig þegar í stað heim á leið í faðm fjölskyldunnar þar sem jólamaturinn og jólapakkarnir biðu.