Brugðið á leik með afmælisköku HSSR.

Flugeldar og aftur flugeldar :)

Brugðið á leik með afmælisköku HSSR.

Knáir sölumenn bregða á leik með afmælisskotköku HSSR.

Hér á Malarhöfðanum er allt farið á fullt fyrir undirbúning flugeldavertíðar sem hófst formlega í dag með uppsetningu sölustaða víðs vegar um bæinn. Sölustaðir eru staðsettir í Spönginni, Mjóddinni, Grafarholti, Norðlingaholti, Bílbúð Benna, Malarhöfða 6 og hjá Skjöldungi. Salan hefst kl. 14:00 á morgun, föstudaginn 28. desember.

Margir leggja hönd á plóginn til að hlutirnir geti gengið upp – við getum þó sannarlega bætt við okkur mannskap og hvetjum því sem flesta félaga að skrá sig á söluvaktir sem allra fyrst. Sendið póst á hssr@hssr eða hafið samband í s. 5571212.

Sjáumst í flugeldavinnunni!