Flugeldasýning í Öskjuhlíð

Flugeldasýning.

Glæsilegir flugeldar.

Risaflugeldasýning í boði Flugeldamarkaða björgunarsveitanna verður haldin við Perluna í Öskjuhlíð í kvöld 28.12 kl 18:00. Þar gefst fólki kostur á að taka smá forskot á sæluna og virða fyrir sér frábæra ljósadýrð og allt hið flottasta í flugeldum í dag.

Þar sem oft hefur verið mikill mannfjöldi á þessari flugeldasýningu er rétt að benda fólki á að hún sést víða að og nýtur sín ekki síður úr örlítilli fjarlægð, t.d. úr Kópavogi eða af bílastæðinu við Háskóla Íslands.