Gengið frá kaupum á nýjum snjóbíl fyrir HSSR

Guðbjörg gjaldkeri, Hlynur tækjaflokksformaður og undirritaður héldu í víking til Þýskalands í lok nóvember þar sem gengið var frá kaupum á nýjum Kassbohrer Pisten Bully 200 snjótroðara sem leysa á Hákarlinn af hólmi næsta haust.

Nýi bíllinn verður með 23 km/klst hámarks farhraða og 2500 kg burðargetu. Þetta er 50% aukning á farhraða og fimmföld aukning á burðargetu m.v. Hákarlinn.

Gert er ráð fyrir að nýi bíllinn verði kominn í hús á Malarhöfðanum í ágúst á næsta ári og að hann verði fullbúinn á fjöll þann 1. desember 2005.

Fleiri myndir úr innkaupaferðinni er að finna á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Guðbjörg og Häge sölustjóri handsala kaupin.
Höfundur: Páll Ágúst Ásgeirsson