Útkall á aðfangadagskvöld

Björgunarsveitir á svæði 1 voru kallaðar út á aðfangadagkvöld kl. 20.45 Leitað var að manni í Reykjavík sem hafði verið saknað í um tvo tíma. Maðurinn var ekki klæddur til útiveru og því mikið í mun að finna hann þar sem frostið var töluvert. Leitaraðgerðir gengu vel og maðurinn fannst um kl. 22.30
15 félagar frá HSSR tóku þátt í leitinni á Reyk 1, Reyk 2 og Reyk 3.

—————-
Höfundur: Einar Daníelsson