Fjallamennskunámskeið II

Þá er komið að því sem nýliðar sveitarinnar hafa óttaslegnir beðið eftir. Fjallamennskunámskeið II verður haldið með pompi og prakt um næstu helgi. Fjallamennska I verður kennd samfara þessu námskeiði, svo þeir sem af því misstu fyrir áramót geta unnið það upp nú. Forsenda þátttöku er mæting á undirbúningskvöldið sem haldið verður næsta þriðjudag (23. feb) kl 20:00. Farið verður yfir dagskrá helgarinnar, helstu bransatrixin kennd, hetjusögur látnar flakka og drukkið mikið af kaffi. Námskeiðið er í umsjón undanfara og viðbragðshóps. Sjáumst hress.

Fyrir hönd háttvirtra undanfara,

Andri

—————-
Texti m. mynd: Svona geta þeir orðið sem klára FM II!
Höfundur: Andri Bjarnason