Fyrsta hjálp – upprifjun

Í kvöld kl 19:30 á M6 er á dagskrá viðbragðshóps upprifjun í fyrstu hjálp. Um er að ræða stuttan fyrirlestur sem fylgt verður eftir með verklegri æfingu. Leiðbeinandi verður Björn Jóhann Gunnarsson WFR. Allir félagar eru velkomnir.

—————-
Texti m. mynd: Spurningin um að vera vel kragaður. Mynd: Jón M.
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir

Fyrsta hjálp upprifjun

Upprifjunin í fyrstu hjálp sem kynnt var á síðasta fundi er komin í gang og fyrsti fyrirlesturinn er búinn. Núna er búið að setja niður dagskrá hvenær næstu fyrirlestrar verða. Miðað er við að alltaf byrji fyrirlestrarnir á sama tíma eða kl:20:00. Þeir sem hafa áhuga á að mæta eru beðnir um að skrá sig á þá fyrirlestra sem áhugi er fyrir að rifja upp. Tilkynna á skráningu til skrifstofa@hssr.is eða láta Haddý s:899-4706, Eddu s:865-0266 eða Ragnar s:697-3525 vita um þátttöku.

Dagskráin er eftirfarandi:

24. feb (átti að vera 17.feb)
Hryggáverkar og taugakerfi.

3.mars
Öndun og blóðrásakerfi

17.mars
Endurlífgun

31.mars
Sár og brunasár

14.apríl
Ofkæling, kal og hitakvillar

28.apríl
Eitranir og rafmagsslys
auk þess verklegt próf

12.maí
sykursýki
auk þess bóklegt próf

Kv. Sjúkrahópur

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson