Útkall – Flugvél í vanda

Um kl:18:00 í dag bárust boð um að flugvél frá British Airways ætti í vanda um 70 mílur suðvestur að landinu. Reykur var laus í farþegarými og var því vélinni snúið til Keflavíkur. Hún lennti þar heilu og höldnu rétt fyrir hálf sjö. Sem betur fer var ekki eins mikil hætta á ferð eins og talið var í fyrstu og sakaði engann í vélinni.

HSSR var kölluð út ásamt öðrum sveitum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eins og gert er ráð fyrir í viðbragðsáætlun vegna svona tilfella. Voru um 10 félagar sveitarinnar mættir í hús og klárir 10 mínútum eftir útkall og voru að leggja af stað út úr húsi þegar útkallið var afturkallað.

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson