Vötnin vaðin.

Nú um helgina fór HSSR í vatnaferð á Tungnaár og Markarfljótssvæðið. Byrjað var á að kanna Bjallavað á Tungnaá en litlum sögum fer af ferðum þar yfir í um hálfa öld. Vaðið virðist lítið sem ekkert hafa breyst. Einnig var farið yfir á Hófsvaði og við Austurbjalla í lok dags. Á sunnudeginum var Markarfljót farið neðan við brúna á Mosum, við Húsadal og suður af Fljótsdal. Lítið var í vötnum.

Myndin sýnir dráttarvél sem nýttist ágætlega í túrnum.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson