Björgunarleikarnir

Björgunarleikar verða haldnir í Reykjanesbæ þann 19. maí næstkomandi. Verða þeir haldnir samfara Landsþinginu. Það er Björgunarsveit Suðurnesja sem skipuleggur leikana.

Það er ekki síður liðsheildin og skipulag frekar en þekking sem þarf til að leysa verkefnin. Margþætt verkefni verða í boði, bæði ættu þau að vera mjög kunn og einnig önnur sem ekki hafa verið leyst áður. Hópar fá afhenta dagskrá í upphafi, þar sem kemur fram hvar og hvenær hópurinn á að vera mættur í hvert verkefni. Bílar og búnaður í boði HSSR

Um kvöldið er síðan árshátíð SL ef þið hafið áhuga. Einnig er öllum velkomið að sitja þingið. Látið vita á skrifstofa@hssr.is

Skráning og upplýsingar eru á Björgunarsviði skrifstofu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í
síma 570-5900 eða sendið tölvupóst á bjorgunarleikar@landsbjorg.is þar þarf að koma fram frá hvaða sveitum liðin eru og upplýsingar um liðsstjóra.

Kveðja – stjórn HSSR

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson