Um síðustu helgi lögðum við undir okkur Úlfljótsvatn og héldum námskeið í leitartækni fyrir nýliða II og námskeið í rötun og ferðamennsku fyrir nýliða I. Góð mæting var á bæði námskeiðin og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Nokkrar myndir eru komnar á myndasíðuna.
Viðbragðshópurinn þakkar öllum þeim sem hjálpuðu til við námskeiðshaldið.
—————-
Texti m. mynd: Nýliðar II eftir lokaæfinguna
Höfundur: Svava Ólafsdóttir