Hátindahöfðinginn býður öllum á Heklu

Þorvaldur Víðir Þórsson jafnan kallaður Olli eða Hátindahöfðinginn síðustu misserin og er jafnframt félagi í HSSR hefur gengið á mörg fjöll á þessu ári og hefur nú gengið á 99 hæstu fjöll landsins. Hann vill gjarnan bjóða öllum að vera samferða sér seinasta spölinn í 100 tinda verkefninu næstkomandi laugardag og fagna lokum verkefnisins rétt áður en hann verður 50 ára.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn munu hafa veg og vanda að leiðsögn á fjallið og því sé mikilvægt að áhugasamir tilkynni þátttöku á www.mountainguide.is/is.

Hvetjið kallinn og mætið í Hekluferð.

—————-
Vefslóð: utivera.is/100haestu
Texti m. mynd: Olli undir neðri Dyrhamri
Höfundur: Björk Hauksdóttir