Sleðaflokkurinn við Skjaldbreið

Nokkrir í sleðaflokk HSSR fóru á fjöll á sunnudaginn. Ferðinni var heitið upp á Lyndalsheiði og var haldið í átt til Skjaldbreiðar. Færið var gott mikið púður og því varð að fara varlega þar sem mikið grjót var undir snjónum. Ferðin gekk stóráfallalaust fyrir sig. Ein stífa fékk þó að finna fyrir því. Mjög fallegt var á fjöllum þennan dag og veður gott. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna.

—————-
Texti m. mynd: Fallegt á fjöllum
Höfundur: Kristinn Ólafsson