Skíðaferð til Akureyrar… eða

Fyrsti fasi skíðaferðarinnar til Akureyrar hófst að loknum vinnudegi með kvöldskíðun í Bláfjöllum. Lyfturnar voru lokaðar en það tryggði það eitt að enginn var að flækjast fyrir í brekkunum. Samkvæmt Yfir-Patról Bláfjalla hefur færið í Bláfjöllum aldrei verið betra, dúnamjúkur púðursnjór ofan á troðnum brautunum. Eftir 2-3 draumaferðir upp og niður Kóngsgilið var skíðalostanum fullnægt að sinni. Drekar sáust á flugi, púðraðar kellingar og himinlifandi skælbrosandi skátar.

Fasi tvö í norðurskíðaferð verður fyrripart morgundags með brottför kl. 9.00 frá M6 og er ferðinni heitið í Bláu fjöllin. Skíðað verður uns raðirnar verða orðnar of langar.

Þriðji og lengsti fasi Akureyrarferðarinnar hefst seinnipart laugardags þegar haldið verður úr bænum (líklega um 5/6 leytið), ekið eins og druslan drífur, tjaldað-sofið-étið, og svo arkað á eitthvert fallegt fjall á Suðurlandinu. Áhugasamir skrái sig á Korkinum eða hafi samband við Hrafnhildi.

ferðanefndin

—————-
Texti m. mynd: Púðursnjórinn troðinn upp fyrir hné í Kóngsgilinu
Höfundur: Hálfdán Ágústsson