Snjóflóðaæfing í Bláfjöllum

Í gærkvöldi buðu Undanfarar til snjóflóðaæfingar í Bláfjöllum. Hópur HSSR-liða úr Undanförum og Viðbragðshóp atti þar kappi við snjóinn og klukkuna og fór með sigur af hólmi.

Neyðarkallið barst kl. 19 frá ungri stúlku sem var að leik í Bláfjöllum. Hún og 6 vinkonur hennar lentu í snjóflóði og hún slapp ein úr flóðinu. Fyrir undarlega tilviljun voru allir klárir á M6 og R1 lagði þegar í hann með 16 björgunarmenn. Snjóflóðið reyndist vera nærri Eldborgargilinu en þegar í stað var ráðist til atlögu við það. Greiðlega gekk að staðsetja 4 fórnarlömb sem höfðu verið með ýli. Það var mikil gleði þegar björgunarmenn grófu tvær lifandi stúlkur upp úr flóðinu og könnuðust þar við félaga sína úr Nýliðum 1. Tvær stúlkur skildu ýlana sína eftir heima og eina ráðið til að finna þær var því með línuleit og snjóflóðastöngum. Það gekk þó greiðlega þar sem viðkomandi höfðu grafist tiltölulega grunnt.

Æfingin gekk hratt og vel fyrir sig. Jafnframt sýndi æfingin hve mikilvægt er að æfa snjóflóðaleitina reglulega en það fennir hratt yfir slík fræði eins og öll önnur.

Danni er klár með skemmtilegar myndir á myndasíðunni!

—————-
Texti m. mynd: Snör skóflutök bjarga skelfdri stúlku úr snjónum
Höfundur: Hálfdán Ágústsson

Snjóflóðaæfing í Bláfjöllum

Undanfarar og Viðbragðshópur héldu sameiginlega æfingu í gærkvöldi. Æfð var leit í snjóflóði í Bláfjöllum í fínum æfingaraðstæðum, nægur snjór, myrkur og súld en hlýtt í veðri. Snjóflóðahættan var klárlega til staðar; 80 cm af blautum og þungum snjó ofan á 20 cm af þurrari snjó sem lítil binding var í. Leitað var eftir öllum kúnstarinnar reglum og fjórir einstaklingar með ýli fundust eftir stutta leit, allir sprelllifandi. Meira þurfti að hafa fyrir þeim síðasta sem öngvan hafði ýlinn. Hann lifði ekki.

Eitthvað af myndum er á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Línuvinna…
Höfundur: Hálfdán Ágústsson